Landslið
Fyrir æfingu í Wales

A karla - Strákarnir komnir til Cardiff

Æft var á keppnisvellinum í dag

3.3.2014

Karlalandsliðið er komið til Cardiff en framundan er vináttulandsleikur gegn Wales sem fram fer á miðvikudaginn.  Æft var á keppnisvellinum, Cardiff City Stadium, í dag en á þeim velli leikur landsliðsfyrirliðinn , Aron Einar Gunnarsson, heimaleiki með félagsliði sínu Cardiff.

Allir leikmenn voru á æfingu í dag fyrir utan Rúrik Gíslason sem meiddist í leik með liði sínu í gær og varð því að draga sig út úr hópnum.  Þrátt fyrir mikið vætuveður síðustu misseri í Wales er völlurinn í ágætis ásigkomulagi og aðstæður fyrir hópinn hinar ágætustu.

Blaðamannafundur var haldinn fyrir æfinguna í dag þar sem landsliðsþjálfararnir og fyrirliðinn sátu fyrir svörum.  Aron Einar var töluvert spurður af innlendum blaðamönnum um sitt félagslið, Cardiff, sem og um velska liðið. 

Völlurinn tekur um 27.000 manns í sæti en heimamenn búast við á bilinu 12.000 - 15.000 manns á þennan vináttulandsleik á miðvikudaginn.


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival-lands.asp

Landslið


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp