Landslið
U19 landslið karla

Öruggur 3-0 sigur U19 karla á Svíum

Liðin mætast aftur í Egilshöll á fimmtudaginn kl. 9:45

4.3.2014

Ísland mætti Svíþjóð í vináttuleik U19 landsliða karla í Kórnum fyrr í dag og fór Ísland með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

Miðvörðurinn Samúel Kári Friðjónsson kom Íslandi yfir með marki eftir hornspyrnu á 17. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0, Íslandi í vil. Piltarnir sló hvergi slöku við í síðari hálfleik og Kristján Flóki Finnbogason kom Íslandi í 2-0 á 51. mínútu. Níu mínútum síðar urðu Svíar fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því ansi vænleg fyrir Ísland. Ekki litu fleiri mörk dagsins ljós og lokatölur því 3-0. Skömmu eftir þriðja mark Íslands misstu gestirnir leikmann af velli með rautt spjald þegar hann braut á sóknarmanni Íslands sem var við það að sleppa einn inn fyrir vörn Svía.

Liðin mætast aftur í Egilshöll á fimmtudaginn kl. 9:45.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög