Landslið
Æfing á æfingasvæði Cardiff fyrir vináttulandsleik Wales og Íslands

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales framundan

Leikið í Cardiff, miðvikudaginn 5. mars kl. 19:45

4.3.2014

Framundan er vináttulandsleikur hjá karlalandsliði okkar gegn Wales á morgun, miðvikudaginn 5. mars kl. 19:45.  Liðið æfði í dag á æfingasvæði úrvalsdeildarliðs Cardiff en það er í göngufæri frá hóteli íslenska liðsins.  Létt æfing verður þar einnig á leikdag en æfingavellirnir eru nokkuð blautir eftir miklar rigningar síðustu misseri en engu að síður í þokkalegu ástandi.

Allir leikmenn hópsins tóku virkan þátt í æfingunni í dag en restin af deginum fór í fundahöld, hvíld og ýmiskonar meðhöndlun hjá starfsmönnum landsliðsins.  Þá má ekki gleyma því að boðið var upp á létta afmælisköku með hádegismatnum þar sem Theodór Elmar Bjarnason heldur upp á 27 ára afmæli sitt í dag.

Ekki er búist við öðru en að flestir lykilmenn heimamanna verði reiðubúnir á morgun, að undanskildum Joe Ledley sem á við meiðsli að stríða. 

Heimamenn búast við 10.000 - 15.000 áhorfendum á leikinn en hluti leikvangsins verður lokaður en hann tekur um 27.000 manns í sæti.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög