Landslið
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Kasakstan í dag

Leikið í Astana og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma

5.3.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 í dag, miðvikudag.  Leikið er í Astana og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.   

Með sigri í leiknum taka strákarnir okkar stórt skref í átt að því markmiði að tryggja sér annað af efstu sætum riðilsins og þar með þátttökurétt í umspili um sæti í lokakeppni EM 2015.  
Frakkar unnu nauman sigur á Hvít-Rússum í gær, 1-0 með marki á annarri mínútu uppbótartíma, og eru með 6 stiga forystu á toppi riðilsins, en Ísland á leikinn við Kasakstan til góða.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-4-2 og ljóst að Ísland mun sækja til sigurs, enda um lykilleik í riðlinum að ræða.

Lið Íslands gegn Kasakstan

Markvörður

1 - Rúnar Alex Rúnarsson

 Varnarmenn

4 - Orri Sigurður Ómarsson

2 - Sverrir Ingi Ingason (fyrirliði)

3 - Hjörtur Hermannsson

5 - Hörður Björgvin Magnússon

 Miðjumenn

9 - Jón Daði Böðvarsson

7 - Andri Rafn Yeoman

6 - Guðmundur Þórarinsson

8 - Arnór Ingvi Traustason

 Sóknarmenn

10 - Hólmbert Aron Friðjónsson

11 - Kristján Gauti Emilsson

 

Varamenn

12 – Fredrik August Albrecht Schram

13 – Emil Atlason

14 – Árni Vilhjálmsson

15 – Sigurður Egill Lárusson

16 – Tómas Óli Garðarsson

17 – Gunnar Þorsteinsson

18 – Emil PálssonMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög