Landslið
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve í dag

Þóra B. Helgadóttir leikur sinn 100. A-landsleik og ber fyrirliðabandið

7.3.2014

Byrjunarliðið Íslands gegn Noregi hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Fjölmargar breytingar eru gerðar frá leiknum gegn Þýskalandi. Freyr, landsliðsþjálfari vill að allir leikmenn spili á mótinu. 

Þóra B. Helgadóttir, markmaður, leikur sinn 100 leik fyrir íslenska landsliðið í leiknum. Í tilefni af því mun hún bera fyrirliðabandið í leiknum. Þóra lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum árið 1998, þá 17 ára gömul.

Byrjunarlið Íslands

Markmaður: 

Þóra Björg Helgadóttir

Varnarmenn: 

Anna María Baldursdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Mist Edvardsdóttir - Hallbera G. Gísladóttir

MIðjumenn: 

Þórunn Helga Jónsdóttir - Dóra María Lárusdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir

Kantmenn: 

Fanndís Friðriksdóttir - Katrín Ómarsdóttir 

Framherji:

Elín Metta Jensen


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög