Landslið

A kvenna - Ísland leikur um bronsið klukkan 11:00 á morgun

Leikurinn fer fram í Lagos

11.3.2014

Íslenska A-landslið kvenna leikur um bronsið á Algarve mótinu á mótinu en leikurinn fer fram á morgun klukkan 11:00 í Lagos. Upphaflega stóð til að leikurinn yrði seinna um daginn en Svíar óskuðu eftir breytingu á leiktíma sem var samþykkt af íslenska liðinu. 

Leikið er á Lagos en íslenska liðið hefur unnið bæði Noreg og Kína á vellinum. Það er vonandi að íslenska liðið nái að fylgja eftir góðum sigrum í seinustu leikjum á morgun. 

Byrjunarliðið verður tilkynnt í fyrramálið og verður það birt hér á heimasíðu KSÍ um klukkutíma fyrir leikinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög