Landslið
Dóra María Lárusdóttir verður fyrirliði í sínum 100 landsleik þegar leikið verður gegn Svíum á Algarve

A kvenna - Dóra María fyrirliði í sínum 100 landsleik

Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt

12.3.2014

Dóra María Lárusdóttir leikur sinn 100 landsleik í dag fyrir íslenska landsliðið en liðið leikur við Svía um bronsið á Algarve-mótinu. Leikurinn hefst klukkan 11:00 og fer fram í Lagos.  Dóra verður fyrirliði íslenska liðsins en hún hefur á ferli sínum skorað 15 mörk fyrir landsliðið.  Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það að neðan.

Íslenska liði hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við sænska landsliðið en það er ljóst að allt verður lagt í sölurnar í dag.

Byrjunarliðið:

Markmaður: Þóra Björg Helgadóttir.

Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir - Hallbera G. Gísladóttir.

Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir -  Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði - Sara Björk Gunnarsdóttir - Þórunn Helga Jónsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir.

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög