Landslið
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Finnum 11. mars

U19 kvenna - Finnskur sigur í fyrri leiknum

Liðin eigast aftur við fimmtudaginn 13. mars

11.3.2014

Stelpurnar í U19 töpuðu gegn Finnum í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Eerikkilä Sport School í dag.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimastúlkur sem leiddu í leikhléi, 2 - 0. 

Sigur Finna var sanngjarn en helst til of stór miðað við gang leiksins.  Það var Hanna Kristín Hannesdóttir sem minnkaði muninn fyrir Ísland í 2 - 1 eftir sendingu frá fyrirliðanum Söndru Maríu Jessen.

Liðin eigast við aftur, á sama stað, fimmtudaginn 13. mars og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög