Landslið
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap í seinni leiknum gegn Finnum

Annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum

13.3.2014

Stelpurnar í U19 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Finnlandi í síðari vináttulandsleik liðanna sem leikinn var í Finnlandi.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur sem leiddu með einu marki í leikhléi.

Íslenska liðið átti töluvert betri leik í seinni leiknum heldur þeim fyrri, sem einnig lauk með sigri Finna.  Þrátt fyrir ágætar marktilraunir tókst íslenska liðinu ekki að skora og þær finnsku skoruðu mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleiknum og bættu svo við öðru marki á lokamínútu leiksins.

Þessir vináttulandsleikir voru góður undirbúningur fyrir keppni liðsins í milliriðlum EM en íslenska liðið leikur í Króatíu og hefur leik 5. apríl.  Auk heimastúlkna verður leikið gegn Skotum og Rússum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög