Landslið
UEFA EM U17 kvenna

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna 2015 hafinn

Leikið á Íslandi sumarið 2015 - Sendinefnd frá UEFA til landsins í vikunni

24.3.2014

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram á Íslandi sumarið 2015.  Undirbúningur er þegar hafinn, bæði hjá UEFA og KSÍ og mun sendinefnd frá UEFA heimsækja Ísland í þessari viku.  Fundað verður um ýmis mál – stjórnun og umsjón, skipulag, aðstöðu, starfsfólk og fleira – auk þess sem aðstæður verða skoðaðar á hótelum, og mögulegum æfingasvæðum og keppnisvöllum.  

Fyrir sendinefnd evrópska knattspyrnusambandsins fer Mikael Salzer, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA.  Mótsstjóri EM U17 fyrir hönd Knattspyrnusambands Íslands verður Klara Bjartmarz, starfsmaður KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög