Landslið

Leikmannahópurinn sem leikur gegn Ísrael og Möltu

Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur úr meiðslum

25.3.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir leiki við Ísrael og Möltu í undankeppni fyrir HM kvenna 2015. Íslenska liðið leikur við Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl ytra.

Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur í landsliðið en hún lék ekki á Algarve-mótinu sökum meiðsla.

 Ísland er sem stendur í 5. sæti riðilsins með 3 stig eftir 2 leiki. Önnur lið í riðlinum hafa leikið fleiri leiki en Ísland. 

Smelltu hérna til að horfa á viðtal við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara.

Smelltu hérna til að sjá hópinn og fréttatilkynningu frá fréttamannafundi KSÍ. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög