Landslið
HM kvenna 2015 í Kanada

Átta Evrópuþjóðir í úrslitakeppni HM kvenna 2015

Sjö þjóðir fara beint - fjórar í umspilsleiki um áttunda sætið

27.3.2014

Úrslitakeppni HM fer fram í Kanada í júní/júlí 2015.  Átta Evrópuþjóðir munu leika í í úrslitakeppninni, fleiri en nokkru sinni fyrr.  Fjórar þjóðir – Albanía, Færeyjar, Malta og Svartfjallaland – komust í undankeppnina með því að leika í sérstakri forkeppni, sem leikin var í apríl 2013.  Þessi fjögur lið bættust þar með í hóp hinna 38 Evrópuþjóðanna sem leika í undankeppninni, þar sem liðunum 42 er skipt í sjö 6 liða riðla, og sem kunnugt er dróst Malta í 3. riðil með Íslandi.  Sigurvegarar riðlanna sjö komast beint í úrslitakeppnina og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti keppa um áttunda Evrópusætið í sérstöku umspili, sem fram fer í október og nóvember 2014, og er það leikið samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi (undanúrslit >úrslit).

Fyrsta HM-kvennalandsliða fór fram í Kína árið 1991 og voru það Bandaríkin sem fögnuðu sigri þar, eftir sigur á Noregi í úrslitaleik.  Norðmenn stigu skrefi lengra í næstu keppni, í Svíþjóð 1995, og hömpuðu heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik.  Bandaríkin náðu titlinum aftur í úrslitakeppninni sem fram fór á þeirra heimavelli 1999 með sigri á Kína í úrslitaleik.  Þjóðverjar unnu svo sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2003, en keppnin fór þá aftur fram í Bandaríkjunum, og endurtóku leikinn í Kína 2007.  Ekki tókst Þjóðverjum á ná þrennunni þegar keppnin fór fram í Þýskalandi 2011, því þá voru það Japanir sem unnu sigur á Bandaríkjamönnum í úrslitaleik.Bandaríkin heimsmeistarar kvenna 1991


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög