Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla mætir Lettlandi í dag kl. 14:00

Annar leikurinn í riðlinum

28.3.2014

U17 landslið karla leikur í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM þessa dagana og er annar leikur liðsins í dag, föstudag.  Mótherji dagsins er Lettland og er afar mikilvægt að vinna sigur í leiknum eftir 0-2 tap í fyrstu umferð, gegn Úkraínumönnum.

Milliriðillinn fer fram í Portúgal og eru heimamenn í sterkri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrsta leik, en þeir mæta Úkraínu í dag.
Leikur Íslands í dag hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og er leikstaðurinn Complexo Desportivo da Tocha í Tocha.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á vefnum um leið og það verður gert opinbert.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög