Landslið
UEFA EM U17 karla

Markalaust hjá U17 karla gegn Lettum

Íslenska liðið sterkari aðilinn en mörkin létu á sér standa

28.3.2014

Þrátt fyrir að vera umtalsvert sterkari aðilinn gegn Lettlandi tókst U17 landsliði karla ekki að koma knettinum í markið þegar liðin mættust í milliriðli EM í dag, föstudag, og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Leikurinn fór fram á Complexo de Sportivo í Tocha í Portúgal við ágætar aðstæður.  Nánar má lesa um leikinn og atvik hans á vef UEFA.

Portúgal vann svo 3-0 sigur á Úkraínu og eru Portúgalar þar með öruggir um efsta sætið í milliriðlinum og eru þegar komnir í úrslitakeppnina.

Lokaumferðin verður leikin á mánudag og þá hefjast báðir leikir riðilsins á sama tíma, eða kl. 15:00 að íslenskum tíma.  þar mætast Íslendingar og Portúgalar annars vegar, en Úkraínumenn og Lettar hins vegar.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög