Landslið
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Portúgal

Lokaumferð milliriðilsins leikin í dag - Heimamenn þegar komnir áfram

31.3.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í milliriðili EM, sem fram fer í dag, mánudag, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Mótherji dagsins er Portúgal, en milliriðillinn er einmitt leikinn þar í landi.  Heimamenn hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppni EM með 3-0 sigrum í sínum tveimur leikjum hingað til.


Báðir leikirnir í riðlinum fara fram á sama tíma, eins og venjan er í lokaumferð.  Portúgal og Ísland mætast á Municipal Sergio Conceicao í Coimbra, og á sama tíma leika Úkraína og Lettland á Municipal Stadium Carlos Duarte í Pampilhosa.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Markvörður

Hörður Fannar Björgvinsson

Varnarmenn

Anton Freyr Hauksson
Sindri Scheving
Darri Sigþórsson (fyrirliði)
Axel Óskar Andrésson

Aðrir leikmenn

Birkir Þór Guðmundsson
Bjarki Þór Viðarsson
Grétar Snær Gunnarsson
Ólafur Hrafn Kjartansson
Óttar Magnús Karlsson
Viktor Karl EInarsson

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög