Landslið
UEFA EM U17 karla

Þriggja marka tap gegn Portúgal hjá U17 karla

Portúgal vann alla sína leiki í milliriðlinum með sömu markatölunni

31.3.2014

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum í dag, mánudag, í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM.  Portúgal hafði unnið báða sína leiki í milliriðli fyrir EM U17 karla, gegn Lettlandi og Úkraínu, með sömu markatölu, 3-0, og sú varð einnig raunin gegn Íslandi.

Fyrsta merkið leit dagsins ljós eftir tuttugu mínútna leik og tvö mörk með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik gerðu út um vonir íslenska liðsins.

Á sama tíma lögðu Úkraínumenn Letta með fimm mörkum gegn einu og höfnuðu því í öðru sæti riðilsins með sex stig, en Ísland í því þriðja með eitt stig, eins og Lettland, en íslenska liðið var með betri markatölu þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora mark í leikjunum þremur.

Milliriðillinn fór Fram í Portúgal og var greinilegt að heimamenn voru með sterkasta liðið.  Spennandi verður að fylgjast með þeirra liði í úrslitakeppninni í sumar. 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög