Landslið
uefa-logo-biglandscape

Leika fyrir Ísland í undirbúningsmóti UEFA

Fjögurra liða mót - liðin skipuð leikmönnum fæddum 1998 og síðar

1.4.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir undirbúningsmót UEFA sem verður leikið á Norður-Írlandi í apríl.  Auk Íslendinga leika Norður-Írar, Wales-menn og Færeyingar í mótinu, og eru liðin skipuð leikmönnum fæddum 1998 og síðar.  Leikmennirnir í íslenska hópnum koma frá 12 félögum og þar af eru þrjú erlend félagslið.

Leikdagarnir eru 8., 9. og 11 apríl og er leikið í Belfast.  Þessar sömu þjóðir léku í sams konar móti á síðasta ári.

Markmenn Félag
Daði Freyr Arnarsson BÍ/Bolungarvík
Andri Þór Grétarsson HK
Aðrir leikmenn Félag
Arnór Breki Ásþórsson Afturelding
Viktor Júlíusson BÍ/Bolungarvík
Alfons Sampsted Breiðablik
Brynjar Óli Bjarnason Breiðablik
Sólon Breki Leifsson Breiðablik
Sveinn Aron Guðjohnsen CF Gava (Spánn)
Dagur Hilmarsson FCK (Danmörk)
Máni Hilmarsson FCK (Danmörk)
Viktor Benediktsson FH
Birkir Valur Jónsson HK
Samúel Þór Traustason Keflavík
Mikael Anderson Midtjylland (Danmörk)
Kristófer Konráðsson Stjarnan
Erlingur Agnarsson Víkingur R.
Júlíus Magnússon Víkingur R
Alexander Ívan Bjarnason ÞórMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög