Landslið
Æfing á ströndinni í Tel Aviv

A kvenna - Stelpurnar komnar til Tel Aviv

Leikið við Ísrael í undankeppni HM á laugardag

3.4.2014

Kvennalandsliðið er komið til Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv en þangað kom liðið seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan er leikur gegn heimastúlkum í undankeppni HM en leikið verður á laugardaginn.  Liðið heldur svo til Möltu þar sem leikið verður, í sömu keppni, fimmtudaginn 10. apríl.

Liðið kom á hótel hér í Tel Aviv upp úr miðnætti að staðartíma í gær en tímamismunurinn er þrír tímar á milli Ísraels og Íslands.  Í morgun voru aðstæður skoðaðar og létt hreyfing var hjá leikmönnum til að ná ferðaþreytunni út úr líkamanum.  Önnur æfing er svo síðar í dag en æft verður á keppnisvellinum á morgun, Ramat Gan.  Hótelið hér er glæsilegt og veðráttan Frónbúum mjög að skapi.

Þessir leikir sem framundan eru eru mikilvægir í baráttunni um að komast á HM 2015 og verður spennandi að fylgjast með ferðalagi stelpnanna á næstu dögum.

Myndir og myndbönd frá Tel Aviv má finna á Facebook-síðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög