Landslið
Æfing á Möltu

A kvenna - Tvær æfingar á Möltu í dag

Leikið við heimastúlkur í undankeppni HM á fimmtudaginn

8.4.2014

Tvær æfingar voru í dag hér á Möltu og fóru þær báðar fram á keppnisvellinum sem er gervigrasvöllur.  Mikill hiti var í dag, sérstaklega á fyrri æfingunni og var völlurinn þurr og harður.  Það er gott fyrir hópinn að venja sig við aðstæður en leikurinn sjálfur fer fram á fimmtudaginn kl. 14:00 að staðartíma og má því búast við miklum hita.

Allir leikmennirnir voru með á æfingunum í dag fyrir utan að Hallbera tók því rólega á seinni æfingunni.  Í kvöld var svo haldin spurningakeppni sem Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, stjórnaði.  Fór hún svo að lið Þórunnar Helgu Jónsdóttur fór með sigur af hólmi eftir mikla baráttu.

Eins og áður sagði fer leikurinn fram fimmtudaginn 10. apríl og hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög