Landslið

U17 - Eins marks tap gegn Norður Írum

Íslenska liðið leikur næst við Færeyjar á föstudaginn

9.4.2014

Íslenska U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Norður Írum á æfingarmóti í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en eina mark leiksins kom á 31.mínútu. 

Markið kom eftir hornspyrnu en íslenska liðið náði ekki að hreinsa frá eftir hornið og það nýttu Norður Írarnir. Íslenska liðið bætti vel í undir lok leiksins en hafði ekki árangur sem erfiði og tap varð því niðurstaðan. 

Sú nýjung var höfð á í leiknum að ef leikmaður fékk gult spjald fór hann af velli í "kælingu" í 10 mínútur en kom svo aftur inn á. Þetta er tilraun sem UEFA er að prófa sig áfram með.

Liðið tapaði fyrsta leiknum gegn Wales en næst leikur liðið við Færeyjar á föstudaginn.

Smelltu hérna til að skoða myndir af U17 ára liðinu.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög