Landslið
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM

Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook síðu KSÍ

10.4.2014

Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM en leikið verður á Centenary Stadium á Möltu.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 6 stig eins og Ísrael en þjóðirnar í riðlinum hafa leikið mismarga leiki þegar nú er komið við sögu.  Sviss er hinsvegar með fullt hús eftir fimm leiki.  Andstæðingarnir, Malta, eru stigalausir í neðsta sæti riðilsins.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í A landsleik kvenna.

Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um tveimur tímum fyrir leik og fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ sem og að textalýsingu er að finna á heimasíðu UEFA.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög