Landslið
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Króatíu

Síðasti leikurinn í milliriðli í dag kl. 12:00

10.4.2014

U19 landslið kvenna mætir Króatíu í dag í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM, en riðillinn er einmitt leikinn í Króatíu.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum, en með sigri getur íslenska liðið lyft sér upp fyrir Króata í þriðja sætið.  Baráttan um efsta sæti riðilsins og þar með sæti í lokakeppninni í Noregi í sumar, er á milli Rússa og Skota, sem mætast á sama tíma og Íslendingar og Króatar, kl. 12:00 að íslenskum tíma.  


Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu


Markvörður

 • Berglind Jónasdóttir

Aðrir leikmenn

 • Guðrún Arnardóttir
 • Ingunn Haraldsdóttir
 • Maria Haseta
 • Andrea Hauksdóttir
 • Eyrún Eiðsdóttir
 • Hildur Antonsdóttir (fyrirliði)
 • Karitas Tómasdóttir
 • Sigríður María Sigurðardóttir
 • Svava Guðmundsdóttir
 • Telma Þrastardóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög