Landslið
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Hættir með U19 kvenna eftir 15 ár og 104 leiki

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur skilað frábæru starfi

10.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun U19 landsliðs kvenna að loknum milliriðlinum sem liðið lék í núna í apríl.  Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Þórs var í ágúst 1999 og hefur hann því verið við stjórnvölinn í tæp 15 ár og skilað frábæru starfi. 

Í heildina hefur U19 landslið kvenna leikið 107 landsleiki frá árinu 1997, þegar það lék sinn fyrsta leik.  Vanda Sigurgeirsdóttir stjórnaði liðinu í þeim leik, en Ólafur tók við stjórninni í næsta leik, sem kom þó ekki fyrr en 1999.  Áður hafði Ólafur stjórnað U17 landsliði kvenna í 12 leikjum árið 1197-1999, allt leikir í Norðurlandamótum.  Sumarið 2009 lék U19 kvenna í úrslitakeppni EM í Hvíta-Rússlandi, en á sama tíma voru leiknir tveir vináttuleikir við Færeyinga í þessum aldurshópi og stjórnaði Úlfar Hinriksson liðinu í þeim leikjum í fjarveru Ólafs Þórs.  Þannig hefur Ólafur stjórnað U19 landsliði kvenna í öllum leikjum þess frá upphafi nema þremur!

Leikir U19 landsliðs kvenna frá upphafi

Þjálfaraferill Ólafs Þórs Guðbjörnssonar


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög