Landslið
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum í dag

Síðasti leikurinn í undirbúningsmóti UEFA - leikurinn hefst kl. 10:00

11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir frændum okkar, Færeyingum, í dag föstudag í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi mála, helstu atvikum, á Facebook síðu KSÍ. Á sama tíma mætast Norður-Írar og Wales-menn í úrslitaleik um efsta sætið, en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.  Byrjunarlið Íslands í dag hefur verið opinberað.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður

 • Daði Freyr Arnarsson

Aðrir leikmenn

 • Alfons Sampsted
 • Viktor Benediktsson
 • Dagur Hilmarsson
 • Kristófer Konráðsson
 • Sólon Breki Leifsson
 • Mikael Anderson
 • Samúel Þór Traustason
 • Júlíus Magnússon (fyrirliði)
 • Alexander Ívan Bjarnason
 • Sveinn Aron Guðjohnsen

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög