Landslið
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna - Tveggja marka tap í Belfast

Síðasti leikur liðsins á mótinu verður gegn Færeyingum á miðvikudag

14.4.2014

Stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut í dag gegn stöllum sínum frá Norður Írlandi á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Belfast.  Lokatölur urðu 2 – 0 fyrir Norður Íra sem leiddu í leikhléi, 2 – 0.

Heimastúlkur komust yfir strax á 8. mínútu leiksins og bættu svo við marki tólf mínútum síðar.  Það var hinsvegar íslenska liðið sem réð ferðinni lengst af í fyrri hálfleiknum en mörkin voru norður írsk og þar skildi að liðin í leikhléi.

Seinni hálfleikur var með svipuðu móti og sá fyrri, íslenska liðið sótti mun meira en náði ekki að skapa sér færi gegn sterkri vörn heimastúlkna.  Þær norður írsku fengu eitt gott færi í seinni hálfleiknum sem annar var tíðindalítill.  Mörkin ekki fleiri og heimastúlkur fögnuðu öðrum sigri sínum í þessu móti.

Þetta var annar leikur íslenska liðsins en sigur vannst á Wales í fyrsta leiknum, 4 – 0.  Síðasti leikur liðsins í mótinu er svo gegn Færeyingum og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. apríl.

Umfjöllun frá Tómasi Þóroddssyni

Íslensku stúlkunar í U-17 ára landsliðinu léku í dag sinn annan leik á æfingamóti UEFA sem haldið er í N-Írlandi. Leikið var gegn heimastúlkum.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: Telma Ívars, Kristín Alfa, Dagmar Páls, Ingibjörg Rún, Saga Líf, Andrea Mist fyrirliði, Harpa Harðar , Stefanía Ásta, Elena Brynjars, Agla María og Andrea Celeste.

Íslensku stelpunar byrjuðu betur, heldu bolta ágætlega án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. Það var svolítið eins og köld vatnsgusa er Írsku stelpunar komust yfir úr sínu fyrsta færi á 10. min. Stungusending og vel klárað hjá A- landsliðsstelpunni þeirra sem vippaði yfir Telmu, alveg óverjandi.

Íslendingar heldu áfram bolta ágætlega, og einhver skot fyrir utan teig sem voru ekki hættuleg. Á 21. min komst N-Írar í sína aðra sókn er þær fengu aukaspyrnu úti á kanti. Ágætis bolti fyrir sem lá dauður í teignum áður en þær náðu að pota boltanum sem lak yfir marklínuna. Staðan því orðin 2-0 eftir smá einbeitingarleysi í varnarleiknum.

Stuttu eftir seinna markið átti Agla Maria góðan sprett, en varnarmenn Írana voru vel á verði og björguðu. Besta færi Íslendinga í fyrri hálfleiknum kom á 38. min. Andrea Celeste gaf inní á Elenu, hún tók eina á áður en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu. Staðan var því 2-0 fyrir N-Írum í hálfleik.

Á 44. min átti Stefanía gott skot eftir aukaspyrnu frá Andreu Mist. Sjö mínútum seinna tók Andrea Mist aðra aukaspyrnu á Andreu Celeste, en skot hennar fór rétt framhjá. Á 52. min kom þreföld skipting Jasmín Erla, Kristín Þóra og Ingibjörg Lúcía komu inn fyrir Öglu Maríu, Hörpu Harðar og Sögu Líf.

Áfram spiluðu Íslendingar ágætlega fyrir utan teig án þess þó að opna vörn andstæðingana. Á 60. min spiluðu þær Stefanía og Kristín Þóra sig í gegn og fundu Jasmín sem var hársbreidd frá því að sleppa ein í gegn.

Á 62. min komu Harpa Jóhanns, Una Margrét, Karen Sif og Anna Rakel komu inn fyrir Telmu Ívars, Andreu Celeste, Stefaníu Astu og Elenu Brynjars. Kristín Þóra og Una spiluðu sig í gegn þegar tæpar tíu min voru eftir, á síðustu stundu náði þá varnarmaður að koma í veg fyrir mark. Íslendingar færðu sig mjög framalega undir lok leiks í von um að skora, en því miður gekk það ekki eftir. Á síðustu mín leiksins áttu N-Írar skot í stöng úr aukaspyrnu.

Íslendingar voru meira með boltann í leiknum en sóknir þeirra voru ekki nógu hraðar. Írar eru því verðugir sigurvegarar þessa leiks. Næsti leikur Íslands er gegn Færeyjum og er hann á miðvikudag kl 10.00 að íslenskum tíma.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög