Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Góður sigur á Færeyingum

Andrea Celeste með þrennu í 5 - 1 sigri

16.4.2014

Stelpurnar í U17 luku keppni á undirbúningsmóti UEFA í Belfast í dag með því að leggja Færeyinga að velli, 5 - 1.  Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Ísland en þetta var þriðji leikur liðsins í mótinu, sigur vannst einnig á Wales en tap gegn heimastúlkum í Norður Írlandi.

Andrea Celeste Thorisdottir átti sannkallaðan stjörnuleik í fyrri hálfleiknum en hún skoraði öll þrjú mörk liðsins ásamt því að fá vítaspyrnu sem ekki nýttist.  Í seinni hálfleik bætti Ísland við tveimur mörkum til viðbótar, fyrst var Elena Brynjarsdóttir að verki og síðan, fyrirliðinn, Jasmín Erla Ingadóttir.

Góður sigur í lokaleiknum á þessu undirbúningsmóti sem á, án efa, eftir að reynast dýrmæt reynsla fyrir þessar efnilegur stelpur.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög