Landslið
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Færeyjar í dag

Leikur í undirbúningsmóti UEFA

22.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri leik sinn í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Fyrri leikur Íslands er gegn heimastúlkum og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Byrjunarliðið:

Ásta Vigdís, Hrefna Guðrún, Heiddís Sigurjóns, Heiða Rakel, Arna Dís, Rakel Jóns, Guðrún Karitas fyrirliði, Lilly Rut, Alda Ólafs, Hulda Hrund og Esther Rós.

Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Tvær breytingar voru gerðar á hópnum áður en haldið var til Færeyja.  Þær Rakel Jónsdóttir úr Fylki og Málfríður Anna Eiríksdóttir úr Val koma inn í hópinn í stað þeirra Ingibjargar Sigurðardóttur og Steinunnar Sigurjónsdóttur, sem eru meiddar.

Seinni leikur liðsins verður svo á morgun gegn Skotum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög