Landslið

Miðasala á Ísland-Eistland á midi.is

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 4. júní - síðasti vináttuleikur liðsins fyrir undankeppni EM 2016 sem hefst í september

20.5.2014

A landslið karla tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.  Þetta er í fjórða skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar haft tvisvar sinnum betur en Eistlendingar einu sinni.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.  Miðaverði á þennan vináttulandsleik er stillt mjög í hóf og eru landsmenn hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja strákana.

Forsala á leikinn er í gangi og er minnt á að forsöluafsláttur er 500 krónur af fullu verði og enn fremur 50% afsláttur af fullu verði  fyrir 16 ára og yngri.

Áfram Ísland!

Ísland-Eistland miðvikudaginn 4. júní kl. 19.15    
  Leikdagur Forsöluverð
Svæði I 3.000 kr. 2.500 kr.
Svæði II 2.500 kr. 2.000 kr.
Svæði III 1.500 kr. 1.000 kr.

Miðasalan á midi.is

Íslenski hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög