Landslið
Knattspyrnusamband Eistlands

Þrír leikir Eistlands fyrir leikinn við Ísland 4. júní

Vináttuleikur við Gíbraltar - tveir leikir í Baltic Cup

26.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í fyrsta og eina vináttulandsleik liðsins á Laugardalsvelli á árinu þann 4. júní næstkomandi.  Áður heldur liðið þó til Austurríkis þar sem leikið verður við heimamenn í Innsbrück.  Eistneska landsliðið hefur nóg að gera fram að leiknum í Reykjavík. 

Fyrst leika Eistlendingar við landslið Gíbraltar, sem nýlegar varð fullgildur aðili að UEFA, og svo tvo leiki í Eystrasaltsbikarnum (Baltic Cup).  Í þeirri keppni leika fjögur lið tvo leiki hvert, þar sem fyrst er leikið í undanúrslitum og svo um sæti.  Eistland mætir Lettlandi í undanúrslitum og síðan annað hvort Finnlandi eða Litháen, annað hvort í úrslitaleik eða leik um 3. sætið í mótinu.

Þar sem eistneska liðið leikur þrjá leiki áður en það mætir liði Íslands er búist við að einhverjar breytingar verði á landsliðshópi þeirra, sem er þó þannig skipaður í dag.  Aðeins fjórir leikmenn af 18 eru á mála hjá eistneskum félagsliðum.

Landsliðshópur Eistlands 26. maí

Markverðir

Pavel Londak (14.05.1980) – FK Bodø/Glimt (NOR) 23/0
Sergei Pareiko (31.01.1977) – FC Volga Nižni Novgorod (RUS) 54/0

Varnarmenn

Enar Jääger (18.11.1984) – Lierse SK (BEL) 101/0
Ken Kallaste (31.08.1988) – Nõmme Kalju FC 3/0
Ragnar Klavan (30.10.1985) – FC Augsburg (GER) 91/2
Igor Morozov (27.05.1989) – Debreceni VSC (HUN) 23/0
Taijo Teniste (31.01.1988) – Sogndal Fotball (NOR) 28/0

Tengiliðir

Ilja Antonov (05.12.1992) – Tallinna FC Levadia 2/0
Frank Liivak (07.07.1996) – SSC Napoli (ITA) 0/0
Karol Mets (16.05.1993) – Tallinna FC Flora 2/0
Sander Puri (07.05.1988) – York City (ENG) 55/3
Sergei Zenjov (20.04.1989) – FK Karpatõ Lviv (UKR) 32/7
Konstantin Vassiljev (16.08.1984) – FK Amkar Perm (RUS) 68/17
Martin Vunk (21.08.1984) – Nõmme Kalju FC 60/1

Framherjar

Henri Anier (17.12.1990) – Motherwell F.C. (SCO) 13/5
Tarmo Kink (06.10.1985) – Kaposvári Rákóczi FC (HUN) 81/6
Henrik Ojamaa (20.05.1991) – Legia Warszawa (POL) 16/0
Kaimar Saag (05.08.1988) – Vejle BK (DEN) 43/3

Liðsstjórn

Þjálfari:  Magnus Pehrsson
Aðstoðarþjálfarar:  Janno Kivisild og Jesper Norberg
Markvarðaþjálfari:  Mart Poom
Læknir:  Kaspar Rõivassepp
Sjúkraþjálfari:  Marius Unt
Sjúkraþjálfari:  Taavi Põder

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög