Landslið
Helgi Kolviðsson

Austurrískir fjölmiðlar ræða við Helga Kolviðsson

Atvinnumaður um 12 ára skeið og á 29 A landsleiki að baki

28.5.2014

Nokkuð er fjallað um vináttulandsleik Austurríkis og Íslands í Austurrískum fjölmiðlum og rætt við leikmenn og þjálfara úr röðum heimamanna, en einnig er rætt við Helga Kolviðsson, sem þjálfað hefur Austria Lustenau við góðan orðstír.  Helgi lék sjálfur sem atvinnumaður um 12 ára skeið í Þýskalandi og Austurríki og á að baki 30 A landsleiki fyrir Íslands hönd.

Íslenska liðið átti frábæra undankeppni HM 2014 og leikmenn liðsins vilja halda áfram á sömu nótum.  Ráðning Lars Lagerbäck sem þjálfara liðsins á sínum tíma var rétt ákvörðun og hann er rétti þjálfarinn fyrir Ísland.  Svíar eru áþekkir Íslendingum, hugsa og spila svipaðan leik.  Það eru gæði og agi á leik íslenska liðsins og liðið er afar samheldið“.  Helgi tekur engi að síður að Austurríkismenn hljóti að teljast sigurstranglegri.  „Væntingarnar í Austurríki eru meiri en á Íslandi.  Í síðustu undankeppni lék íslenska liðið betur en nokkur hefði getað búist við og það hjálpaði liðinu að geta komið á óvart með getu sinni og góðum leik.“  Helgi ræðir einnig hinar miklu framfarir sem hafa átt sér stað í aðstöðu ungra leikmanna á síðustu árum og segir að ekki sé hægt að líkja saman þeirri aðstöðu sem ungir iðkendur hafa aðgang að í dag og svo þeim aðstæðum sem hann sjálfur æfði við á sínum yngri árum.  „Þegar ég var að alast upp voru bara tveir gervigrasvellir til og því erfitt að æfa knattspyrnu allan ársins hring.  Síðan þá hafa risið knattspyrnuhallir og leikmenn hafa menntaða þjálfara á æfingum allan ársins hring.“ 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög