Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Írum í fyrsta leik í milliriðli

Leikið gegn Serbum á föstudaginn

28.5.2014

Strákarnir í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli EM í kvöld en riðillinn er leikinn á Írlandi.  Leikið var gegn heimamönnum sem höfðu betur, 2 - 1, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Írar komust yfir á 51. mínútu og bættu svo öðru við níu mínútum síðar.  Ævar Ingi Jóhannesson minnkaði muninn fyrir íslenska liðið á 67. mínútu en þar við sat og heimamenn fögnuðu sætum sigri.

Næsti leikur Íslands er gegn Serbum á föstudaginn en þeir gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Tyrkjum fyrr í dag.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög