Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Svíum á Akranesi

Vináttulandsleikur þjóðanna fer fram fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15

30.5.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer á Norðurálsvellinum á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.  Alls eru 11 leikmenn í hópnum sem ekki hafa áður leikið U21 landsleik.

Hópurinn

Ekki var hægt að velja leikmenn sem leika í Noregi þar sem þeir eru að leika með félagsliðum sínum á sama tíma.

Þjóðirnar hafa mæst sjö sinnum í þessum aldursflokki og hefur hvor þjóð unnið þrjá leiki en einu sinni hefur orðið jafntefli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög