Landslið

Austurríki – Ísland í kvöld kl. 18:30

Leikið á Tivoli Stadion í Innsbrück – rúmlega 11 þúsund miðar seldir

30.5.2014

A landslið karla mætir Austurríki í vináttulandsleik í Innsbrück í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á Tivoli Stadion, sem tekur um 15 þúsund manns í sæti og hafa rúmlega 11 þúsund miðar verið seldir í forsölu.

Bæði liðin líta á leikinn sem mikilvægan hlekk í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM sem hefst í september og bæði liðin leika svo annan vináttuleik í næstu viku – Ísland gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum og Austurríkismenn gegn Tékkum.

Leikur Austurríkis og Íslands er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því er um að gera að koma sér vel fyrir framan við skjáinn og senda góða strauma til strákanna í íslenska liðinu.  Hægt verður að sjá byrjunarlið Íslands („leikskýrsla“) undir þessum hlekk einni klukkustund fyrir leik.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög