Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Serba í dag

Hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA

30.5.2014

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Dublin á Írlandi.  Mótherjar dagsins eru Serbar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað.

Markvörður:

 • Rúnar Alex Rúnarsson

Aðrir leikmenn:

 • Adam Örn Arnarson
 • Jón Ingason
 • Samúel Kári Friðjónsson
 • Emil Ásmundsson
 • Ævar Ingi Jóhannesson
 • Orri Sigurður Ómarsson, fyrirliði
 • Kristján Flóki Finnbogason
 • Daði Bergsson
 • Daníel Leó Grétarsson
 • Davíð Kristján Ólafsson

Strákarnir töpuðu fyrsta leik sínum gegn heimamönnum á miðvikudag, 2 - 1 en Serbar og Tyrkir gerðu jafntefli 1 - 1 í sínum leik.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög