Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla – Stórt tap gegn Serbum

Lokaleikur Íslands er gegn Tyrkjum á mánudaginn

30.5.2014

Strákarnir í U19 náðu sér engan veginn á strik í dag þegar leikið var gegn Serbum í milliriðli EM en leikið er í Dublin.  Lokatölur urðu 6 – 0 fyrir Serba sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Serbar höfðu undirtökin mest allan leikinn og komust yfir með marki á 33. mínútu og bættu svo við öðru, úr vítaspyrnu, fimm mínútum síðar.  Upphaf síðari hálfleiks var íslenska liðinu mjög erfitt því Serbar bættu við þremur mörkum á fimm mínútna kafla snemma í hálfleiknum og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn mundi lenda.

Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á efsta sæti riðilsins en liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum, gegn Tyrkjum, á mánudaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög