Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Öflugt íslenskt landslið í þessum síðasta undirbúningsleik fyrir undankeppni EM

3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi á miðvikudag í síðasta undirbúningsleiknum fyrir undankeppni EM 2016, sem hefst í haust með heimaleik á móti Tyrklandi.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Þetta er öflugt íslenskt landslið og verður spennandi að sjá marga af sterkustu leikmönnum Íslands sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og miðasalan er í fullum gangi á midi.is.

Byrjunarlið Íslands

Þjálfararnir Lars og Heimir halda sig við hefðbundna leikaðferð og stilla upp samkvæmt kerfinu 4-4-2.

Markvörður

Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður

Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri bakvörður

Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Ragnar Sigurðsson og Hallgrímur Jónasson

Hægri kantmaður

Rúrik Gíslason

Vinstri kantmaður

Emil Hallfreðsson

Tengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Framherjar

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög