Landslið
Island---Noregur-fagnad

Ísland tekur á móti Eistlandi í kvöld

Vináttulandsleikur A karla á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní, sem hefst kl. 19:15

4.6.2014

Ísland tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Landsliðsþjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, hafa tilkynnt byrjunarliðið í kvöld og má sjá það hér.

Þetta er í fjórða skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar haft tvisvar sinnum betur en Eistlendingar einu sinni.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á heimasíðu www.midi.is og þá verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Mætum á völlinn!

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög