Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 6 sæti

Karlalandsliðið situr nú í 52. sæti listans

5.6.2014

Á nýjum styrkleikalista karlalandsliða, sem birtur var í morgun, er Ísland í 52. sæti og fer upp um sex sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans, Þjóðverjar koma þar næstir og Brasilía í þriðja sæti.

Af mótherjum Íslands í undankeppni EM er það að frétta að Holland er í 15. sæti, Tékkar í 34. sæti og Tyrkir í 35. sæti.  Lettland er í 109. sæti og Kasakstan í 124. sæti styrkleikalista FIFA.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög