Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Svíum á Akranesi í kvöld

Vináttulandsleikur á Norðurálsvellinum sem hefst kl. 19:15

5.6.2014

Strákarnir í U21 leika í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 19:15.  Fróðlegt verður að fylgjast með íslenska liðinu í þessum leik en 11 nýliðar eru í hópnum fyrir þennan vináttulandsleik.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður:

 • Frederik Schram

Aðrir leikmenn:

 • Elís Rafn Björnsson
 • Bergsveinn Ólafsson
 • Ásgeir Eyþórsson
 • Sigurður Egill Lárusson
 • Ólafur Karl Finsen
 • Arnór Ingvi Traustason
 • Emil Pálsson
 • Aron Sigurðarson
 • Aron Elís Þrándarson
 • Árni Vilhjálmsson

Þjóðirnar hafa mæst sjö sinnum í þessum aldursflokki og hefur hvor þjóð unnið þrjá leiki en einu sinni hefur orðið jafntefli.

Við hvetjum alla að bregða sér á völlinn í góðviðrinu á Akranesi og styðja okkar stráka í baráttunni.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög