Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Tveggja marka tap á Skaganum

Svíar höfðu betur í vináttulandsleik gegn Íslendingum

5.6.2014

Svíar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Akranesi í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía sem skoruðu mark í hvorum hálfleik.  Ellefu nýliðar voru í íslenska hópnum í þessum leik og komu þeir allir við sögu.

Svíar höfðu undirtökin í leiknum og komust yfir á 43. mínútu og bættu við öðru markinu undir lok leiksins.  Íslenska liðið var inn í leiknum allan tímann en gekk ekki vel að skapa sér opin marktækifæri.

Framundan hjá íslenska liðinu er tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM en þar situr Ísland í öðru sæti síns riðils.  Leikið verður gegn Armenum 3. júní hér á landi og svo ytra gegn Frökkum,  mánudaginn 8. september.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög