Landslið
Æfing á Möltu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Danmörku og Möltu

Leikið ytra gegn Dönum 15. jún og gegn Möltu á Laugardalsvelli 19. júní

6.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Dönum og Möltu í undankeppni HM.  Leikið verður gegn Dönum í Vejle, sunnudaginn 15. júní, en gegn Möltu á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní.

Hópurinn og aðrar upplýsingar

Ísland er í öðru sæti riðilsins með 9 stig eftir 5 leiki með jafnmörg stig og Ísrael en með betri markatölu en Danir koma svo í fjórða sæti með 8 stig.  Sviss er í efsta sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki.  Sigurvegarar riðlanna komast beint í úrslitakeppnina og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti keppa um áttunda Evrópusætið í sérstöku umspili, sem fram fer í október og nóvember 2014, og er það leikið samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi (undanúrslit >úrslit).


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög