Landslið
Æft í Vefle

A kvenna - Stelpurnar komnar til Vejle

Leikið gegn Dönum í undankeppni HM á sunnudaginn

12.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið kom til Vejle í gær en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í gær og heldur undirbúningur áfram fram að þessum mikilvæga leik.

Baráttan er hörð um annað sætið í riðlinum en það getur gefið sæti í umspili um að komast á HM í Kanada 2015.  Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 9 stig, líkt og Ísrael, en Danir eru með 8 stig.  Allar þrjár þjóðirnar hafa leikið fimm leiki en Sviss er í efsta sætinu með 19 stig eftir sjö leiki.

Æft í Vefle

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög