Landslið
Merki danska knattspyrnusambandsins

A kvenna - Danski hópurinn sem mætir Íslendingum

13 leikmenn koma frá tveimur félagsliðum

12.6.2014

Danir hafa tilkynnt hópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í Vejle, sunnudaginn 15. júní kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Af 18 leikmönnum í danska hópnum koma 13 þeirra frá tveimur félagsliðum, meisturum Fortuna Hjorring og Brondby en þessi félög bera höfuð og herðar yfir önnur í Danmörku um þessar mundir.  Þá leika fjórir leikmenn með erlendum félagsliðum, þrjár í Svíþjóð og ein í Þýskalandi.

Síðasti leikur Dana var gegn Serbum á heimavelli og var boðið upp á danskan sigur þar, 3 - 1.  Danir eru eina liðið sem hafa náð stigi gegn toppliði Sviss en þessar þjóðir gerðu jafntefli, 1 - 1, þegar þær mættust í Sviss í apríl.

Eftir landsleikinn á sunnudaginn halda þær dönsku til Ísrael þar sem leikið verður gegn heimastúlkum en íslenska liðið kemur hingað heim og mæta Möltu á Laugardalsvelli.  Báðir þessir leiki fara fram fimmtudaginn 19. júní.

Danski hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög