Landslið
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Malta

Mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00

16.6.2014

Miðasala er hafin á leik Íslands og Möltu í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu.  Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu.

Stelpurnar voru að koma frá Danmörku þar sem þær gerðu jafntefli gegn heimastúlkum en landslið Möltu lék gegn Serbum á laugardag og biðu þar lægri hlut, 5 - 0.  Íslenska liðið vann öruggan sigur á Möltu þegar þessar þjóðir mættust ytra fyrr á árinu og eru staðráðnar í því að fylgja því eftir á heimavelli.

Miðaverð:

Fullorðnir (17 ára og eldri): kr. 1.000

Frítt fyrir börn yngri 16 ára og yngri

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar.

Miðasala


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög