Landslið
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Svíþjóð á NM 2014

Þriggja marka tap gegn heimastúlkum

U17 kvenna tapaði í fyrsta leik á NM sem fram fer í Svíþjóð

4.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherjinn var lið gestgjafanna, Svíþjóðar, sem vann verðskuldaðan 3-0 sigur.  Næst leikur Ísland á laugardag og mætir þá Englandi kl. 14:00 að íslenskum tíma.


Sænska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag, sótti meira og skapaði fleiri færi.  Fyrsta markið kom á 29. mínútu eftir flotta sókn. Harpa í markinu varði skot, en sænskur sóknarmaður náði frákastinu og skoraði.  Íslenska liðið sótti í sig veðrið en ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur var rólegur framan af, mest miðjumoð og nokkrar skyndisóknir, án þess þó að skapa hættu.  Svíar bættu við öðru marki eftir 74 mínútur, stungusending inn fyrir vörnina og vel afgreitt færi.  Sænska liðið hafði sótt nokkuð og markið lá í loftinu.  Þriðja markið kom eftir varnarmistök þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög