Landslið

U17 kvenna - Stórt tap gegn Hollandi

Íslenska liðið tapaði 6-0 gegn Hollandi á NM U17 í Svíþjóð.

7.7.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 6-0 tap gegn Hollandi í  dag. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en Holland leiddi 3-0 í hálfleik. 

Holland skoraði strax í byrjun seinni hálfleiks og setti tóninn fyrir því sem eftir kom en tvö mörk til viðbótar frá hollenska liðinu voru skoruð áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka.

Íslenska liðið tapaði öllum leikjum sínum í riðlinum en stelpurnar eru reynslunni ríkari eftir mótið.

Byrjunarlið Íslands í dag: 
Markmaður - Sara Jóhannsdóttir
Hægri bakvörður - Una Margrét Einarsdóttir, fyrirliði
Vinstri bakvörður - Saga Líf Sigurðardóttir
Miðverðir - Ingibjörg Rún Óladóttir og Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir Miðja - Selma Sól Magnúsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og Andrea Celeste Thorisson
Hægri kantur - Jasmín Erla Ingadóttir
Vinstri kantur - Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Framherji - Agla María Albertsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög