Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Naumt tap gegn Finnum

Ísland hafnaði í 8. sæti á Norðurlandamótinu í Svíþjóð

9.7.2014

Stelpurnar í U17 biðu í dag lægri hlut gegn Finnum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.  Leiknum lauk með 2 - 3 sigri Finna eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði því í 8. sæti mótsins.

Elena Brynjarsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en Finnar jöfnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks.  Una Margrét Einarsdóttir kom Íslandi aftur yfir um miðjan síðari hálfleik, þá nýkomin inná sem varamaður.  Finnar jöfnuðu þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum og skoruðu svo sigurmarkið í uppbótartíma og fögnuðu því sigri. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög