Landslið
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Enskur sigur í fyrsta leiknum

Leikið gegn Svíum í dag

29.7.2014

Strákarnir í U17 hófu leik í gær á Norðurlandamótinu í Danmörku þegar þeir mættu Englendingum.  Enskir höfðu betur, 5 - 1, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2 - 0. 

Englendingar komust yfir á 25. mínútu og bættu svo við marki rétt fyrir leikhlé.  Á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik komu svo 3 ensk mörk og úrslitin þannig ráðin.   Það var Dagur Austmann Hilmarsson sem skoraði mark Íslendinga á 69. mínútu og þar við sat.

Næsti leikur íslenska liðsins er í dag gegn Svíum en þeir lögðu Finna í hinum leik riðilsins í gær, 1 - 0.  Leikurinn gegn Svíum fer fram í Kolding og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög