Landslið
U17 landslið karla

U17 karla - Markalaust jafntefli gegn Finnum

Leikið gegn Færeyjum um sjöunda sætið á laugardaginn

1.8.2014

Strákarnir í U17 gerðu markalaust jafntefli gegn Finnum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Ísland leikur því um sjöunda sætið gegn Færeyingum og fer sá leikur fram á laugardaginn.

Það verða Noregur og Svíþjóð sem leika til úrslita á mótinu og Danir og Englendingar mætast í leik um þriðja sætið.  Bandaríkin og Finnland leika svo um fimmta sætið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög