Landslið

Nýr landsliðsbúningur kynntur

Íslensk hönnun - innblásin af þjóðfána Íslands

8.8.2014

Nýr landsliðsbúningur Íslands í knattspyrnu var kynntur til sögunnar með formlegum hætti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.  

Hönnun búningsins er íslensk og er innblásin af íslenska þjóðfánanum.  Letrið á treyjunúmerum og nöfnum leikmanna þar sem við á er jafnframt íslenskt (L10), hannað af Guðmundi Inga Úlfarssyni.

Treyjan er komin í sölu í Jóa Útherja,  verður svo fáanleg í Intersport, Útilíf, Toppmenn og Sport og fleiri góðum verslunum á mánudaginn.
Á fundinum í dag afhenti Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Styrmi Gíslasyni, forsprakka Tólfunnar, fyrsta búninginn.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög